Fara í innihald

Spjall:Sletta

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mér finnst þessi aðgreining á slangri og slettum æði furðuleg - jafnvel þó hún sé komin af Vísindavefnum og úr penna Guðrúnar Kvaran. Ég næ henni ekki. Sjitt er sletta en dissa er slangur. Hm?? Fer hún ekki einum of mikið eftir Edduorðabók og reynir svo að prjóna í eyðurnar? Hakarl 12:33, 5 maí 2007 (UTC)

Er það ekki vegna þess að sjitt kemur úr enska orðinu shit? En orðið "to diss" er líka til í ensku reyndar.. --Baldur Blöndal 15:03, 5 maí 2007 (UTC)

Þetta er mjög óskýr aðgreining á slettu og slangri sem í mínum huga er samheiti. Svarið á Vísindavefnum er að minnsta kosti ekki upp á marga fiska. Hakarl 19:37, 5 maí 2007 (UTC)

Viskubessi

[breyta frumkóða]

Hvaðan fáum við þetta orð Hakarl? --Baldur Blöndal 22. október 2007 kl. 03:23 (UTC)[svara]

Ég hef aldrei heyrt sögnina að 'eipa, hvaðan kemur hún eiginlega og er orðið blodjobb nokkuð notað hér á landi, þó það komi oft fyrir í amerískum kvikmyndum? Orðið ímeil er mikið notað um tölvupóst, en varla emeil. Thvj 22. október 2007 kl. 07:06 (UTC)[svara]

Eipa hef ég heyrt nokkuð um í gegnum tíðina. --Stalfur 22. október 2007 kl. 12:50 (UTC)[svara]
emeil og ímeil eru bara tvær mismunandi ritanir, en upprunalega vildi ég kvarta yfir orðinu Viskubessi sem Hakarl setti inn. Google leit = tvær niðurstöður, þessi grein og... tja færsla eftir Hakarl. Ég fann heldur ekki neitt í orðabók. Er þetta eitthvað nýyrði sem þú bjóst til Hakarl? --Baldur Blöndal 22. október 2007 kl. 12:58 (UTC)[svara]
Besservisser: (< þýsku: Besserwisser: „sá sem veit betur“). Íslensk þýðing: viskubessi., ég ætla að taka íslensku þýðinguna út fyrst ég fékk ekkert svar. Endilega takið breytinguna aftur ef þetta er rangt hjá mér. --Baldur Blöndal 13. febrúar 2008 kl. 00:21 (UTC)[svara]

Viðurkennt mál?

[breyta frumkóða]

Hvað er viðurkennt mál? Greinin þarf að skilgreina það enda eru flest (öll?) tungumál sem ekki eru tilbúin ekki viðurkennd af neinni stofnun. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. febrúar 2008 kl. 00:46 (UTC)[svara]

Ég held að það þurfi ekki stærðfræðilega nákvæmni hér, það er ljóst hvað átt er við þegar sagt er að sletta sé ekki viðurkennt mál. Þá er auðvitað átt við af öllum þorra málnotenda. --Cessator 13. febrúar 2008 kl. 01:04 (UTC)[svara]
Mig rámar í aðra skilgreiningu á þessu sem hljóðaði þannig að sletta væri eitthvað sem hlýddi ekki beygingarreglum málsins, og var þá átt við íslensku. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. febrúar 2008 kl. 01:14 (UTC)[svara]
Guðrún Kvaran segir á Vísindavefnum: „Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu.“ Þetta segir auðvitað ekkert um hver það er sem hefur vald til að viðurkenna og hver ekki. Ég held enn þá að það sé bara allur þorri málnotenda. --Cessator 13. febrúar 2008 kl. 01:17 (UTC)[svara]
Einmitt, það er ekkert mál að taka orð og beygja það að íslensku, en það gerir þau ekki endilega að tökuorði. --Baldur Blöndal 13. febrúar 2008 kl. 01:59 (UTC)[svara]

Fjarlægja setningu?

[breyta frumkóða]

Var að velta því fyrir mér hvort það ætti að fjarlægja "Og jafnvel þó það aðlagist, þá tekur það oft langan tíma til að fá viðurkenningu sem íslenska.", þetta bætir ekki miklu við greinina, þetta talar um að fá viðurkenningu sem íslenskt orð þótt greining eigi að fjalla um slettur í öllum tungumálum og ég er ekki einu sinni viss hvort þessi setning sé sannreynanleg. --Baldur Blöndal 4. mars 2009 kl. 10:35 (UTC)[svara]