Fara í innihald

Wikipedia:Deilumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flýtileið:
WP:DM

Þar sem Wikipedia er samstarfsverkefni geta deilumál koma upp. Mundu að Wikipedia snýst um liðsvinnu, svo það skiptir engu máli þótt þú sigrir eða ekki. Eftirfarandi texta má lesa sem fræðsluefni eða leiðbeiningar til að aðstoða við að útkljá deilumál.

Almenn hegðun

[breyta frumkóða]
  • Notaðu undirskriftina þína í umræðum (ritaðu --~~~~ á eftir skilaboðunum).
  • Forðastu blótsyrði.
  • Engar ærumeiðingar.
  • Ekki standa í hótunum.
  • Taktu ábyrgð.
  • Sýndu nýgræðingum sérstaka þolinmæði.

Fyrstu skrefin

[breyta frumkóða]
Broskallar hafa hingað til ekki drepið neinn! Þeir geta komið í veg fyrir að fólk misskilji þig og eru merki um góðvilja.

Fyrst er best að hafa samband við notenda sem þú ert ósammála, ef þeir eru fleiri en einn er sniðugt að nota spjallsíðu greinarinnar sem um ræðir og láta þá sem tengjast málinu vita af umræðunni. Mundu að álykta ekkert um ásetning þeirra sem þú deilir við, komdu þínum sjónarmiðum á framfæri og ekki fela tilfinningar þínar til málsins. Útskýrðu hvað það er sem þú ert ósáttur við og afhverju. Reyndu að forðast kaldhæðni þótt svo að hún sé hugsuð sem grín, hún gæti verkað þveröfugt og fært umræðuna á lægra plan.

Forðist að gera frekari stórfenglegar breytingar á umræddri grein eða að taka aftur breytingar notenda, það kann að gera illt verra, betra væri að laga til það sem við var bætt. Það er sniðugt að minna viðmælendur þína á þetta einnig. Ef til þess kemur er hægt að setja {{Hlutleysi|vandamálið}} á greinina. Allir ættu að virða umræðuna til að forðast vandræði.

Spurningar eru sérstaklega mikilvægar, í stað þess að svara strax með mótrökum getur verið gott að spyrja spurninga til þess að skilja betur hvað viðmælandi þinn er að fara, byrjaðu á því að skilja viðmælanda þinn og þá áttu auðveldara með að útskýra þín afstöðu.

Í stuttu máli: Ekki taka gjörðir annara persónulega. Útskýrðu hvað þú ert að gera og vertu viðbúinn því að skipta um skoðun.

Að vera afslappaður

[breyta frumkóða]

Það skiptir miklu að halda höfði og missa sig ekki í reiðikasti. Mundu að þú þarft ekki að svara samstundis, taktu þér tíma til að hugsa um málið eða bíddu með það til morguns. Aukið rými til umhugsunar hefur oftast jákvæð áhrif og gæti hjálpað til í deilunni. Forðastu að kenna einhverjum um, oft má rekja vandann til allra sem taka þátt í deilunni á einhvern hátt. Gamalt máltæki segir: sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þetta er sérstaklega ganglegt þegar rætt er við nýja notendur, þar sem það gefur þeim tækifæri til þess að aðlagast stefnu Wikipedia. Notaðu framlög þín frekar á aðra grein, sem þú getur bætt við.

Taktu þrennt til greina áður en haldið er áfram:

  1. Allir gera mistök og enginn er fullkominn.
  2. Málið getur verið flóknari en það virtist vera fyrst, hugsanlega er deilumálið sprottið upp af annarri rót. Hugsanlega gleymdirðu að taka fram að þú varst á móti einhverju á öðrum grundvelli sem kom ekki fram (vandamálið gæti legið innra með þér).
  3. Þú átt hlut að máli; sem þýðir að þú átt líklega hluta í vandamálinu, vertu raunsær og taktu ábyrgð.

Þegar málið er hugleitt getur borgað sig að hugsa um afstöðu hvers og eins sem mismunandi, frekar en að hugsa að þessi afstaða sé röng og þessi er rétt. Kannski hafa báðir eitthvað til síns máls. Ef allt fer á háaloft er mikilvægt að geta byrjað aftur á betri nótum, það getur borgað sig að ræða um hvernig samræðan eigi að fara fram til að koma í veg fyrir frekari misskilning.

Haltu þér á þremur efstu stigum þríhyrningsins.

Gerðu ráð fyrir góðum ásetningi þangað til að ljóst er að svo sé ekki. Í þeim aðstæðum ættir þú að íhuga að beina úrlausn deilumálsins til þriðja aðila. Að ræða við aðra felur ekki í sér formlegheit; það er mikilvægt að samskipti gangi snuðrulaust fyrir sig í öllum samfélögum. Að ræða ekki eitthvað vekur ekki samúð á stöðu þinni og getur lokað fyrir þann möguleika að nota síðari stig við lausn deilumála. Til samanburðar, umræða sem heldur áfram og þar sem málamiðlanir eru til staðar, þó þær skili ekki árangri, sýna að þú sért reyna að komast að samkomulagi.

Íhugaðu vopnahlé eða málamiðlun. Þessir kostir eru mikilvægir ef þú vilt beina úrlausn deilumálsins til þriðja aðila af því að það gefur þeim tækifæri að meta málið jafnt án ruglings sífelldra breytinga á greininni sjálfri.

Óska eftir ráðum frá öðrum

[breyta frumkóða]

Ef að fyrirgreind skref leystu ekki vandamálið, reyndu eitt af eftirtöldu. Það sem þú velur fer eftir eðli deilunnar og skoðanir þeirra sem eru sem eru viðriðnir málið.

Ráðgjöf notenda

[breyta frumkóða]

Leiðbeinendur eða virkir notendur eru þeir sem geta gefið þér ráðgjöf og svar. Þetta er þó ekki hluti af lausn deilunnar, en getur hjálpað þér að orða skoðanir þínar betur og stuðla að samkomulagi. Að sækjast eftir ráðgjöf getur líka hjálpað til þess að finna bestu leiðina til að leysa málið.

Lausnir á deilu um efni greinarinnar

[breyta frumkóða]

Ef að fyrirgreind skref leystu ekki vandamálið og það er ljóst að deilan snýst um efni greinarinnar þá koma eftirfarandi möguleikar til greina.

Þriðja álit

[breyta frumkóða]

Ef þörf er á hlutlausri skoðun í deilu þar sem aðeins tveir taka þátt, þá snýrð þú þér að Wikipedia:Þriðja áliti.

Spurðu um umfangsefnið

[breyta frumkóða]

Spurðu á spjallsíðu greinarinnar um viðfangsefnið eða á Wikipedia:Potturinn.

Að leysa deilu um háttsemi notanda

[breyta frumkóða]

Viðkvæm mál

[breyta frumkóða]

Í örfáum tilvikum er um að ræða viðkvæm mál þar sem viðkvæmar upplýsingar eða upplýsingar sem ekki hafa áður verið gerðar opinber. Dæmi:

  • Upplýsingar sem hafa ekki verið gerð opinberar. Þetta eru mál þar sem sannanir og gögn málsins eru ekki sýnileg öllum. Þetta á einnig við höfundarétts eða vegna brot á persónuvernd. Þetta getur jafnframt átt við um greinar um núlifandi persónu.
  • Útgáfa persónulegra upplýsinga sem að uppljóstra hver einstaklingurinn sé í raun.
  • Alvarleg mál. Mál af lagalegum toga, áreitni eða ásakanir sem eru alvarlegar eða flokkast sem ærumeiðingar
  • Mál sem valda klofningi og viðkvæm mál. Í þessum málum þarf oft ráðgjöf um næstu skref.

Í þessum tilvikum líttu á Wikipedia:Leiðbeiningar Persónuverndar. Þar er að finna hvaða lög eiga við um persónuuplýsingar á vefsvæðum á Íslandi. Í sumum tilfellum getur verið hentugt að leita ráðgjafar möppudýrs í þessum málum.

Fyrir aðkallandi aðstæður

[breyta frumkóða]

Sumar aðstæður eru það aðkallandi eða alvarlegar að fyrri skref eru ekki hentug til að leysa málið. Þessar aðstæður eru:

  • Að óska eftir eyðingu persónulegra upplýsinga
  • Óska eftir afbanni {{afbanna| ástæða þín fyrir afbanni }}
  • Að tilkynna skemmdarverk
  • Að tilkynna móðgandi notendanöfn
  • Að tilkynna aðgang, sem mögulega hefur aðeins verið stofnaður í þeim tilgangi að mynda þrýsting með mörgum sambærilegum breytingum frá nokkrum notendanöfnum (þekkt sem "sockpuppet" á ensku)
  • Að tilkynna aðkallandi brot á stefnu Wikipedia
  • Að tilkynna breytingarstríð á milli nokkra notenda, sem felur í sér reglulegar breytingar þeirra á framlögum hvors annars á sömu greininni.
  • Að tilkynna aðkallandi háttsemi notenda.

Í öllum þessum tilvikum skal beina málinu til möppudýrs. Athugaðu þó að möppudýr eru ekki í þeirri stöðu að leysa deilu um efni greinarinnar eða háttsemi notandans. Möppudýr eru ekki dómarar.

Viðvörunarorð

[breyta frumkóða]

Lausn á deilumálum er stundum notuð af notnendum til þess eins að reyna að leika á kerfið. Almennt séð hefur þetta mjög slæm áhrif á þann sem stundar slíka iðju. Mundu að aðferðir við lausn deilumála eru til að hjálpa notendum að skrifa alfræðiorðabók — en ekki til þess að sigra persónulegar eða pólítískar baráttur.

Tengt efni

[breyta frumkóða]


Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá