Fara í innihald

Bengúelastraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 28. febrúar 2014 kl. 13:01 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2014 kl. 13:01 eftir Akigka (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|right|Kort af Suður-Atlantshafshringstraumnum: Bengúelastraumurinn til hægri '''Bengúelastraumurinn''' er breiður (2-300km) og kaldur haf...)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Kort af Suður-Atlantshafshringstraumnum: Bengúelastraumurinn til hægri

Bengúelastraumurinn er breiður (2-300km) og kaldur hafstraumur sem rennur í norður meðfram vesturströnd Afríku. Hann dregur nafn sitt af borginni Bengúela í Angóla. Hann er austurhluti Suður-Atlantshafshringstraumsins og nær frá Góðravonarhöfða í suðri að mörkum Angólastraumsins í norðri á 16°S. Suðaustlægir staðvindar hafa áhrif á strauminn og valda uppstreymi við ströndina sem nærir vistkerfi sjávar þar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.