Fara í innihald

Kanaríeyjastraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanaríeyjastraumurinn.

Kanaríeyjastraumurinn er hafstraumur sem er hluti af Norður-Atlantshafshringstraumnum. Þessi jaðarstraumur rennur í suðurátt við vesturströnd Norður-Afríku og síðan suðvestur til Senegal þar sem hann snýr í vestur og verður hluti af Norður-Miðbaugsstraumnum. Straumurinn er kenndur við Kanaríeyjar sem liggja í honum miðjum. Ekman-flutningur við strönd Marokkó veldur uppstreymi og skapar auðug fiskimið.