Fara í innihald

Suður-Miðbaugsstraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 27. júní 2014 kl. 23:35 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júní 2014 kl. 23:35 eftir Akigka (spjall | framlög) (Ný síða: '''Suður-Miðbaugsstraumurinn''' er hafstraumur sem flæðir frá austri til vesturs í Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi á um 20. breiddargráðu suður. Í Ky...)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Suður-Miðbaugsstraumurinn er hafstraumur sem flæðir frá austri til vesturs í Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi á um 20. breiddargráðu suður. Í Kyrrahafi og Atlantshafi nær hann yfir miðbaug að 5. gráðu norður. Hann er nyrsti hlutinn af stóru hringstraumunum á suðurhveli jarðar, Suður-Kyrrahafshringstraumnum, Suður-Atlantshafshringstraumnum og Indlandshafshringstraumnum, og er drifinn áfram bæði af staðvindum sem blása í vestur við miðbaug og ríkjandi austanáttum í kringum 30. gráðu suðlægrar breiddar. Í Indlandshafi við miðbaug snýst ríkjandi vindátt við tvisvar á ári vegna monsúnvinda svo yfirborðsstraumurinn breytir um stefnu í samræmi við það.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.