Fara í innihald

Kanaríeyjastraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 16. febrúar 2022 kl. 09:14 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. febrúar 2022 kl. 09:14 eftir Akigka (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|right|Kanaríeyjastraumurinn. '''Kanaríeyjastraumurinn''' er hafstraumur sem er hluti af Norður-Atlantshafshringstraumnum. Þessi jaðarstraumur rennur í suðurátt við vesturströnd Norður-Afríku og síðan suðvestur til Senegal þar sem hann snýr í vestur og verður hluti af Norður-Miðbaugsstraumnum. Stra...)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Kanaríeyjastraumurinn.

Kanaríeyjastraumurinn er hafstraumur sem er hluti af Norður-Atlantshafshringstraumnum. Þessi jaðarstraumur rennur í suðurátt við vesturströnd Norður-Afríku og síðan suðvestur til Senegal þar sem hann snýr í vestur og verður hluti af Norður-Miðbaugsstraumnum. Straumurinn er kenndur við Kanaríeyjar sem liggja í honum miðjum. Ekman-flutningur við strönd Marokkó veldur uppstreymi og skapar auðug fiskimið.