2021
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2021 (MMXXI í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem byrjar á föstudegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Fríverslunarsvæði á meginlandi Afríku gekk í gildi.
- 1. janúar - Kúba tók upp einn gjaldmiðil í stað tveggja áður.
- 4. janúar - Breskur dómstóll hafnaði framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Julian Assange.
- 4. janúar - Landamæri Sádi-Arabíu og Katar voru opnuð á ný.
- 5. janúar – Aukakosningar fóru fram um tvö sæti á öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíufylki. Frambjóðendur Demókrataflokksins unnu bæði sætin og skiluðu flokknum þannig naumum þingmeirihluta á öldungadeildinni.
- 6. janúar – Stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust á þinghúsið í Washington til að koma í veg fyrir staðfestingu á sigri Joe Biden í forsetakosningunum 2020.
- 9. janúar - Boeing 737-500-flugvél á leið til Vestur-Kalimantan hrapaði í Jövuhaf. Allir 62 um borð fórust.
- 10. janúar - Kim Jong-un var kjörinn aðalritari Kóreska verkamannaflokksins.
- 13. janúar – Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar hendur á sig í Frakklandi, 23 árum eftir slys.
- 14. janúar - Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti vantraust á Donald Trump vegna árásarinnar á þinghúsið.
- 14. janúar - Danska þingið samþykkti að kalla saman landsdóm til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendaráðherra, fyrir brot í embætti.
- 15. janúar - Andlát vegna Covid-19 náðu 2 milljónum á heimsvísu.
- 20. janúar – Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Kamala Harris tók við embætti varaforseta, fyrst kvenna.
- 22. janúar – Sáttmálinn um bann við kjarnavopnum tók gildi.
- 26. janúar - Kaja Kallas varð forsætisráðherra Eistlands.
- 31. janúar - Nguyễn Phú Trọng var kjörinn aðalritari Víetnamska kommúnistaflokksins í þriðja sinn.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar – Herinn í Mjanmar framdi valdarán gegn ríkisstjórn Aung San Suu Kyi.
- 4. febrúar - Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hætt yrði að útvega Sádi-Arabíu vopn til að nota í borgarastyrjöldinni í Jemen.
- 5. febrúar - Borgarastyrjöldin í Líbíu: Samkomulag náðist á fundi í Genf um starfandi forseta og forsætisráðherra fram að næstu kosningum.
- 9. febrúar - Sameinuðu arabísku furstadæmin komu ómannaða geimfarinu Hope á braut um Mars.
- 13. febrúar – Mario Draghi tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu sem leiðtogi þjóðstjórnar til að taka á kórónaveirufaraldrinum.
- 13. febrúar – Öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði fyrrum Bandaríkjaforsetann Donald Trump af kæru til embættismissis fyrir þátt hans í árásinni á Bandaríkjaþing í janúar.
- 13. febrúar - Óvenjuharður vetrarstormur gekk yfir Bandaríkin og olli dauða 136 og rafmagnsleysi hjá 9,9 milljónum.
- 18. febrúar - Mars 2020: Marsbíllinn Perseverance og dróninn Ingenuity lentu á yfirborði Mars eftir 7 mánaða geimferð.
- 19. febrúar - Bandaríkin lýstu því yfir að þau hygðust aftur gerast aðilar að Parísarsamkomulaginu.
- 22. febrúar - Sendiherra Ítala, Luca Attanasio, var myrtur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.
- 24. febrúar - Fyrstu skammtarnir af bóluefni sem fóru gegnum skiptiprógrammið COVAX voru afhentir í Gana.
- 26. febrúar - 1270 km2 íshella losnaði frá Brunt-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 6. mars - Erkiklerkurinn Ali al-Sistani og Frans páfi hittust í Nadjaf í Írak, sem var fyrsti fundur páfa og erkiklerks.
- 7. mars - Íbúar í Sviss kusu að banna niqab og búrkur í þjóðaratkvæðagreiðslu með 51% meirihluta.
- 19. mars – Eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
- 19. mars - Norður-Kórea hætti stjórnmálasambandi við Malasíu sem hafði framselt norðurkóreska borgara til Bandaríkjanna vegna ákæra um peningaþvætti.
- 20. mars - Tyrklandsforseti, Recep Tayyip Erdoğan, tilkynnti að landið drægi sig út úr Istanbúlsáttmálanum gegn kynbundnu ofbeldi.
- 23. mars - Fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum fóru fram í Ísrael.
- 23. mars - Gámaskipið Ever Given strandaði í Súesskurðinum og olli þar með langvarandi truflunum á vöruflutningum um allan heim.
- 24. mars - 3.000 andlát vegna Covid-19 urðu í Brasilíu á einum sólarhring, sem var heimsmet.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Rússar hófu liðssafnað við landamæri Úkraínu og vöruðu NATO-ríki við að senda herlið þangað.
- 4. apríl - Yfir 270 fórust þegar fellibylurinn Seroja gekk yfir Austur-Nusa Tenggara og Tímor.
- 6. apríl - Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm um að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi.
- 7. apríl - Vandræðaleg uppákoma varð á fundi Ursulu von der Leyen og Charles Michel með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, þar sem gleymst hafði að koma fyrir stól fyrir von der Leyen.
- 9. apríl - Sojús MS-18 flutti þrjá geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
- 11. apríl – Forsetakosningar voru haldnar í Perú þar sem Pedro Castillo vann nauman sigur.
- 11. apríl - Íran sakaði Ísrael um „kjarnorkuhryðjuverk“ eftir að skemmdarverk ollu bilun í rafkerfi auðgunarstöðvarinnar í Natanz.
- 13. apríl - Ríkisstjórn Japans samþykkti að dæla geislavirku vatni frá Kjarnorkuverinu í Fukushima í Kyrrahaf yfir 30 ára tímabil.
- 17. apríl - Andlát vegna COVID-19 náðu 3 milljónum á heimsvísu.
- 17. apríl - Átján rússneskir sendifulltrúar og leyniþjónustumenn voru reknir frá Tékklandi eftir yfirlýsingu um að þeir bæru ábyrgð á sprengingum í skotfærageymslum í Vrbětice árið 2014.
- 18. apríl - Tólf knattspyrnufélög úr efstu deildum Evrópu samþykktu þátttöku í evrópskri ofurdeild. Ákvörðunin var víða fordæmd og mörg þeirra drógu stuðning sinn til baka nokkrum dögum síðar.
- 19. apríl - Geimþyrlan Ingenuity tókst á loft á Mars. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem menn stýrðu loftfari á annarri plánetu.
- 19. apríl - Raúl Castro sagði af sér embætti aðalritara kúbverska kommúnistaflokksins. Þar með lauk 62ja ára valdatíð Castro-bræðranna.
- 20. apríl - Forseti Tjad, Idriss Déby, lést í átökum við uppreisnarmenn eftir 30 ára valdatíð. Herforingjastjórn tók við völdum.
- 20. apríl - Lögreglumaðurinn Derek Chauvin var dæmdur sekur fyrir morðið á George Floyd í Minneapolis.
- 22. apríl - Dagur jarðar: Haldinn var netfundur þjóðarleiðtoga um loftslagsmál þar sem sett voru metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
- 23. apríl - SpaceX flutti fjóra geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með geimfarinu Crew Dragon Endeavour.
- 24. apríl - Indónesíuher greindi frá því að kafbáturinn KRI Nanggala hefði farist með 53 áhafnarmeðlimum.
- 25. apríl – Stúlknakór frá Húsavík kom fram í myndbandi sem spilað var við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Stúlkurnar fluttu lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga ásamt sænsku söngkonunni Molly Sandén.
- 26. apríl - Danska kvikmyndin Druk vann Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin.
- 28. apríl - Evrópusambandið samþykkti TCI-samninginn um viðskipti við Bretland.
- 29. apríl - Geimferðastofnun Kína skaut fyrsta hluta Tiangong-geimstöðvarinnar á loft.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 3. maí - 26 létust og yfir 70 slösuðust þegar hluti af neðanjarðarlestarkerfi Mexíkóborgar hrundi.
- 5. maí - SpaceX tókst að skjóta á loft og lenda frumgerð af Starship-eldflaug eftir fjórar misheppnaðar tilraunir.
- 10. maí - Kazungula-brúin yfir Sambesífljót, þar sem landamæri Namibíu, Botsvana, Simbabve og Sambíu mætast, var vígð.
- 11. maí - Átök Ísraels og Palestínu 2021: Ísraelsher skaut eldflaugum á Gasaströndina til að svara eldflaugaárásum Hamas eftir að Ísrael hóf að hrekja Palestínumenn frá heimilum sínum í Sheikh Jarrah í Austur-Jerúsalem.
- 14. maí - Geimferðastofnun Kína lenti geimbílnum Zhurong á Mars.
- 15. maí - Ísraelsher skaut eldflaug á háhýsi á Gasaströndinni þar sem voru skrifstofur fréttaveita á borð við Associated Press og Al Jazeera.
- 20. maí - Ísrael féllst á vopnahlé eftir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og dauða 250 manna.
- 22. maí - Ítalska hljómsveitin Måneskin sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 með laginu „Zitti e buoni“.
- 22. maí – Eldfjallið Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hóf eldgos og náði hraunflæðið að útjaðri borgarinnar Goma. Hundruð þúsunda íbúa flúðu heimili sín, á fjórða tug létust og hús urðu undir hrauni.
- 23. maí – Manchester City fagnaði 7. Englandstitli sínum.
- 23. maí – Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands neyddi farþegaflugvél Ryanair á leið til Litháen til að lenda í Hvíta-Rússlandi til þess að geta handtekið stjórnarandstæðinginn Raman Pratasevitsj.
- 24. maí – Evrópusambandið bannaði Hvíta-Rússlandi að fljúga til landa sambandsins vegna handtöku Ramans Pratasevitsj.
- 24. maí - Herforingjar frömdu valdarán í Malí og steyptu forseta og forsætisráðherra af stóli.
- 29. maí - Chelsea F.C. sigraði Meistaradeild Evrópu með 1-0 sigri á Manchester City.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 5. júní - G7-ríkin féllust á 15% lágmarksskatt á fyrirtæki til að koma í veg fyrir skattaundanskot alþjóðafyrirtækja.
- 7. júní - Trojan Shield-aðgerðin: Yfir 800 meðlimir glæpasamtaka voru handteknir í samræmdum aðgerðum lögregluliða í 16 löndum.
- 9. júní - Þing El Salvador samþykkti að gera Bitcoin að lögeyri í landinu samhliða Bandaríkjadal.
- 10. júní - Hringmyrkvi sást frá Grænlandi, Norðurpólnum og Austurlöndum Rússlands.
- 11. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 2021 var sett í 11 Evrópulöndum.
- 12. júní – Christian Eriksen, lykilmaður í danska knattspyrnulandsliðinu, hneig niður í miðjum leik vegna hjartaáfalls
- 13. júní – Naftali Bennett tók við embætti forsætisráðherra Ísraels af Benjamin Netanyahu.
- 17. júní - Geimferðastofnun Kína sendi fyrstu þrjá geimfarana til geimstöðvarinnar Tiangong.
- 18. júní – Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Írans.
- 21. júní - Sænska þingið samþykkti vantraust á forsætisráðherra Stefan Löfven, sem var í fyrsta sinn í sögu Svíþjóðar sem slíkt gerist.
- 24. júní - 89 létust þegar fjölbýlishús í Surfside í Flórída hrundi.
- 25. júní - Þór Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn eftir að hafa sigrað Keflavík 3-1 í úrslitaviðureign.
- 28. júní - Stríðið í Tígraí: Varnarlið Tigraí hertók höfuðborg héraðsins Mekelle skömmu eftir að stjórnarher Eþíópíu hafði lýst yfir vopnahléi.
- 29. júní - Fjöldi bólusettra við COVID-19 náði 3 milljörðum á heimsvísu.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 3. júlí - Eftir mikla hitabylgju í Norður-Ameríku sem olli dauða 600 manna, kveiktu eldingar yfir 130 gróðurelda í Vestur-Kanada.
- 5. júlí - Yfir 1.000 afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan eftir átök við Talíbana.
- 7. júlí – Jovenel Moïse, forseti Haítí, var skotinn til bana á heimili sínu af hópi erlendra málaliða.
- 8. júlí - Fjöldi andláta vegna COVID-19 náði 4 milljónum á heimsvísu.
- 9. júlí - Stefan Löfven tók aftur við sem forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 11. júlí - Ítalía sigraði Evrópukeppnina í knattspyrnu 2021 með 4-3 sigri á Englandi eftir vítaspyrnukeppni.
- 12. júlí - Flóðin í Evrópu 2021: 229 fórust í Þýskalandi, Belgíu og Rúmeníu eftir miklar rigningar og flóð.
- 18. júlí - Pegasusverkefnið: Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að margar ríkisstjórnir notuðu njósnabúnað frá ísraelska fyrirtækinu NSO Group til að fylgjast með stjórnarandstæðingum, blaðamönnum og aðgerðasinnum.
- 19. júlí - Jeff Bezos, bróðir hans, Mark, hinn Oliver Daemen (18 ára) og Wally Funk (82 ára), fóru út í geim á vegum Blue Origin með New Shepard-eldflaug. Daemen og Funk urðu þar með yngsta og elsta manneskjan sem fer út í geim.
- 19. júlí - Pedro Castillo tók við embætti forseta Perú.
- 23. júlí - Sumarólympíuleikarnir 2020 voru settir í Tókýó, ári á eftir áætlun.
- 25. júlí - Forseti Túnis, Kais Saied, rak forsætisráðherra landsins og gerði hlé á starfsemi þingsins eftir langvinn mótmæli.
- 29. júlí - Rússneska geimrannsóknarstöðin Nauka var fest við Alþjóðlegu geimstöðina eftir 17 ára þróun.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 3. ágúst - Gróðureldar hófust á Grikklandi eftir sögulega hitabylgju.
- 4. ágúst - Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya fékk pólitískt hæli í Póllandi.
- 5. ágúst - Stríðið í Tígraí: Varnarher Tígraí lagði bæinn Lalibela undir sig.
- 9. ágúst - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út 6. matsskýrslu sína þar sem fram kom að athafnir manna hefðu víðtæk og varanleg áhrif á loftslag.
- 9. ágúst - Sporvagnakerfi Tampere hóf starfsemi í Finnlandi.
- 14. ágúst – Jarðskjálfti að stærð 7,2 skall á Haítí og olli yfir 2.000 dauðsföllum.
- 15. ágúst – Stríðið í Afganistan (2001–2021): Talíbanar hertóku Kabúl, höfuðborg Afganistans.
- 24. ágúst - Sumarólympíuleikar fatlaðra 2021 hófust í Tókýó í Japan.
- 26. ágúst - Stríðið í Afganistan (2001–2021): 182 létust, þar af 13 bandarískir hermenn, þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kabúlflugvöll.
- 30. ágúst – Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði af sér eftir að hafa hlotið harða gagnrýni fyrir að hafa þagað um og reynt að hylma yfir ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins.
- 30. ágúst - Stríðið í Afganistan (2001–2021): Bandaríkjamenn drógu síðustu hermenn sína frá Kabúlflugvelli í Afganistan.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 5. september - Valdaránið í Gíneu 2021: Alpha Condé, forseta Gíneu, var haldið af flokki málaliða undir stjórn herforingjans Mamady Doumbouya.
- 5. september - El Salvador varð fyrsta landið í heiminum sem tók Bitcoin upp sem opinberan gjaldmiðil.
- 13. september – Þingkosningar fóru fram í Noregi. Vinstriblokkin með Verkamannaflokk Jonasar Gahr Støre í fararbroddi vann sigur á hægristjórn Ernu Solberg.
- 14. september – Kosið var í Kaliforníu um það hvort Gavin Newsom fylkisstjóra yrði vikið úr embætti. Rúmur meirihluti kaus að leyfa Newsom að sitja áfram.
- 15. september - Bandaríkin, Ástralía og Bretland undirrituðu þríhliða varnarsamninginn AUKUS til að mynda mótvægi við vaxandi umsvifum Kína.
- 16. september - Mannaða geimfarið Inspiration4 frá SpaceX flaug með fjóra áhafnarmeðlimi á braut um jörðu í þrjá daga.
- 19. september - Þingkosningar voru haldnar í Rússlandi. Sameinað Rússland fékk næstum helming atkvæða.
- 19. september - Eldfjallið Cumbre Vieja á La Palma gaus.
- 20. september – Snemmbúnar þingkosningar voru haldnar í Kanada. Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Justins Trudeau forsætisráðherra hélt flestum sætum á kanadíska þinginu en endurheimti ekki meirihluta.
- 20. september – Rúandski stjórnarandstæðingurinn Paul Rusesabagina var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi.
- 22. september – Grímseyjarkirkja brann til grunna. Kirkjan var reist árið 1867. Ekkert manntjón varð í eldsvoðanum.
- 25. september – Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hélt þingmeirihluta og Framsóknarflokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum.
- 26. september – Þingkosningar voru haldnar í Þýskalandi. Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Olafs Scholz vann flest sæti.
- 26. september - Hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð í Sviss í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Heimssýningin Expo 2020 hófst í Dúbaí. Henni hafði verið frestað um ár vegna COVID-19-faraldursins.
- 3. október - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést ásamt tveimur lífvörðum í bílslysi hjá Markaryd.
- 5. október - Roskosmos sendi Sojús MS-19-leiðangurinn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með tvo myndatökumenn frá Stöð 1 í Rússlandi.
- 6. október - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti fyrsta bóluefnið gegn malaríu.
- 9. október – Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna spillingarrannsóknar.
- 10. október - Frakkland sigraði Þjóðadeildina 2021 með 2-1 sigri á Spáni.
- 13. október - Fjöldamorðin í Kongsberg: Espen Andersen Bråthen myrti fimm manneskjur og særði aðrar þrjár með hníf og boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi.
- 15. október - Breski stjórnmálamaðurinn David Amess var stunginn til bana í Leigh-on-Sea. Ali Harbi Ali, 25 ára Breti af sómölskum uppruna, var dæmdur fyrir morðið.
- 16. október - Geimkönnunarfarið Lucy var sent af stað til að kanna Trójusmástirnin.
- 21. október - Við tökur á kvikmyndinni Rust hljóp skot úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á með þeim afleiðingum að myndatökukonan Halyna Hutchins lést.
- 21. október - Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Stokkhólmi.
- 23. október - Kólumbíuher handsamaði Dario Antonio Úsuga, einn helsta eiturlyfjabarón landsins.
- 25. október – Herinn í Súdan framdi valdarán gegn borgaralegri bráðabirgðastjórn landsins og handtók Abdalla Hamdok forsætisráðherra.
- 31. október - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2021 hófst í Glasgow í Skotlandi.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Skráð andlát vegna COVID-19 náðu 5 milljónum á heimsvísu.
- 11. nóvember - SpaceX sendi fjóra meðlimi leiðangursins Expedition 66 til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
- 13. nóvember - 197 lönd undirrituðu Glasgow-loftslagssamninginn.
- 14. nóvember - Óvenjumiklar rigningar ollu flóðum í norðvesturríkjum Bandaríkjanna.
- 16. nóvember - Rússar voru gagnrýndir harðlega eftir að prófanir á flaugum til að granda gervihnöttum mynduðu ský af geimrusli sem ógnaði Alþjóðlegu geimstöðinni.
- 21. nóvember – Abdalla Hamdok var aftur gerður forsætisráðherra Súdans eftir viðræður við valdaránsmenn úr hernum sem steyptu honum af stóli í október.
- 23. nóvember – Blóðtaka úr blóðmerum var stöðvuð á fimm stöðum á Íslandi eftir að myndbönd bárust frá dýraverndunarsamtökum um illa meðferð á merum.
- 23. nóvember - 46 norðurmakedónskir ferðamenn létust í rútuslysi í Búlgaríu.
- 24. nóvember - DART-tilraunin: NASA sendi geimfar sem á að breyta braut loftsteins með því að rekast á hann.
- 26. nóvember - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin flokkaði SARS-CoV-2-Omikron sem COVID-19-afbrigði til að hafa sérstakar áhyggjur af.
- 28. nóvember – Önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Vinstri hreyfingin grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga aðild að ríkisstjórninni en flokkarnir hafa setið í stjórn frá 2017.
- 28. nóvember – Stjórnarandstæðingurinn Xiomara Castro var kjörin forseti Hondúras, fyrst kvenna.
- 30. nóvember – Eyríkið Barbados lýsti yfir stofnun lýðveldis. Landstjórinn Sandra Mason varð fyrsti forseti landsins og tók við embætti þjóðhöfðingja af Elísabetu 2. Bretadrottningu.
- 30. nóvember – Magdalena Andersson tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrst kvenna.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. desember - Íslenska landsliðið í hópfimleikum vann gullverðlaun í hópfimleikum kvenna og silfur í hópfimleikum karla á Evrópumótinu í TeamGym í Portúgal.
- 8. desember – Olaf Scholz tók við embætti kanslara Þýskalands. Angela Merkel lét af embætti eftir sextán ára valdatíð.
- 10. desember - Magnus Carlsen vann sinn 5. heimsmeistaratitil í skák með sigri á rússneska skákmeistaranum Jan Nepomnjastsjíj.
- 12. desember - Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda hafnaði sjálfstæði í þriðju og síðustu þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Nýju-Kaledóníu.
- 12. desember - Hollenski ökuþórinn Max Verstappen vann bikarmeistaramót ökumanna í Formúlu 1-kappakstrinum.
- 13. desember - Danski fyrrum ráðherrann Inger Støjberg var dæmd í 60 daga fangelsi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð.
- 19. desember – Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile.
- 25. desember - James Webb-geimsjónaukinn var sendur út í geim með Ariane 5-geimflaug frá Evrópsku geimferðastofnuninni.
- 26. desember - Hitamet var slegið í Alaska þegar 19,4 gráðu hiti mældist á Kodiak-eyju.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar – Jonas Neubauer, bandarískur Tetris-spilari (f. 1981).
- 11. janúar – Stacy Title, bandarísk leikkona, leikstjóri, og framleiðandi (f. 1964).
- 13. janúar – Sigfried Fischbacher, þýsk-bandarískur töframaður (f. 1939).
- 16. janúar – Phil Spector, bandarískur upptökustjóri og útgefandi (f. 1939).
- 18. janúar – Svavar Gestsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1944).
- 23. janúar – Hal Holbrook, bandarískur leikari (f. 1925).
- 24. janúar – Jóhannes Eðvaldsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1950).
- 3. febrúar – Birgir Lúðvíksson, fv. formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1937).
- 14. febrúar – Carlos Menem, fyrrum forseti Argentínu (f. 1930).
- 17. febrúar – Rush Limbaugh, bandarískur útvarpsmaður (f. 1951).
- 7. mars – Lars Göran Petrov, sænskur tónlistarmaður (f. 1972).
- 17. mars – John Magufuli, forseti Tansaníu (f. 1959).
- 21. mars – Nawal El Saadawi, egypsk kvenréttindakona (f. 1931).
- 23. mars – Edmund Gettier, bandarískur heimspekingur (f. 1927).
- 7. apríl – Kai Nielsen, kanadískur heimspekingur (f. 1926).
- 9. apríl – Filippus prins, hertogi af Edinborg (f. 1921).
- 16. apríl – Guðmundur St. Steingrímsson, íslenskur djasstrommuleikari (f. 1929).
- 19. apríl – Walter Mondale, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna (f. 1928).
- 28. apríl – Michael Collins, bandarískur geimfari (f. 1930).
- 27. maí – Poul Schlüter, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur (f. 1929).
- 14. júní – Gunnar Ingi Birgisson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1947).
- 24. júní – Benigno Aquino III, fyrrum forseti Filippseyja (f. 1960).
- 26. júní – Mike Gravel, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1930).
- 29. júní – Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (f. 1932).
- 7. júlí – Jovenel Moïse, forseti Haítí (f. 1968).
- 9. júlí – Þórunn Egilsdóttir, íslensk stjórnmálakona (f. 1964).
- 19. ágúst – Raoul Cauvin, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1938).
- 20. ágúst – Styrmir Gunnarsson, íslenskur ritstjóri (f. 1938).
- 24. ágúst – Charlie Watts, enskur trommari (f. 1941).
- 2. september – Mikis Þeódórakis, grískt tónskáld (f. 1925).
- 6. september – Jean-Paul Belmondo, franskur leikari (f. 1933).
- 10. september – Jorge Sampaio, fyrrum forseti Portúgals (f. 1939).
- 10. september – Jón Sigurðsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1946).
- 15. september – Álfrún Gunnlaugsdóttir, íslenskur rithöfundur og bókmenntafræðingur (f. 1938).
- 16. september – Vilborg Dagbjartsdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1930).
- 17. september – Abdelaziz Bouteflika, fyrrum forseti Alsír (f. 1937).
- 18. október – Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1937).
- 20. október – Mihaly Csikszentmihalyi, ungverskur og bandarískur sálfræðingur (f. 1934).
- 26. október – Mort Sahl, bandarískur leikari (f. 1927).
- 11. nóvember – Frederik Willem de Klerk, fyrrum forseti Suður-Afríku (f. 1936).
- 23. nóvember – Chun Doo-hwan, fyrrum forseti Suður-Kóreu (f. 1931).
- 30. nóvember – Jón Sigurbjörnsson, íslenskur leikari (f. 1922).
- 5. desember – Bob Dole, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1923).
- 6. desember – Kåre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs (f. 1928).
- 12. desember – Anne Rice, bandarískur rithöfundur (f. 1941).
- 14. desember – María Guðmundsdóttir, íslensk leikkona (f. 1935).
- 26. desember – Desmond Tutu, suður-afrískur biskup og aðgerðasinni (f. 1931).
- 28. desember – Harry Reid, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1939).
- 31. desember – Betty White, bandarísk leikkona (f. 1922).