29. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
29. júní er 180. dagur ársins (181. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 185 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 238 - Pretóríuvörðurinn réðist inn í keisarahöllina í Róm og handtók Pupienus og Balbinus. Þeir voru dregnir naktir um götur Rómar og að lokum teknir af lífi. Sama dag var Gordíanus 3. lýstur keisari, 13 ára gamall.
- 1149 - Nur ad-Din vann sigur á furstadæminu Antíokkíu í orrustunni við Inab.
- 1198 - Páll Jónsson biskup lýsti yfir helgi Þorláks biskups Þórhallssonar fyrirrennara síns.
- 1561 - Eiríkur 14. var krýndur konungur Svíþjóðar.
- 1613 - Leikhús Shakespeares, The Globe í London, brann til kaldra kola eftir að neisti barst úr fallbyssu við sýningu á Hinriki 8..
- 1632 - Gísli Oddsson var kjörinn Skálholtsbiskup á Alþingi.
- 1700 - Friðriki 5. konungi voru unnir trúnaðareiðar á Alþingi.
- 1776 - Spænskir trúboðar vígðu kirkjuna Mission Dolores þar sem síðar reis borgin San Francisco.
- 1802 - Fyrsti dómur Landsyfirréttar var kveðinn upp.
- 1912 - Nýja bíó í Reykjavík hóf kvikmyndasýningar á Hótel Íslandi.
- 1928 - Kvennablaðið Brautin hóf göngu sína.
- 1941 - Flutningaskipinu Heklu var sökkt er það var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Talið var að þýskur kafbátur hefði verið að verki. Fjórtán manns fórust en sex björguðust eftir tíu sólarhringa hrakninga á fleka.
- 1951 - Ísland sigraði Svíþjóð í landsleik í knattspyrnu 4:3. Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslands.
- 1951 - Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar var stofnað.
- 1952 - Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti Íslands.
- 1957 - Gústaf 6. Adolf konungur Svíþjóðar og Lovísa drottning fóru í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands.
- 1960 - Mannbjörg varð er flutningaskipið Drangajökull sökk í Pentlandsfirði norðan Skotlands.
- 1964 - Krabbameinsfélag Íslands opnaði leitarstöð í Suðurgötu í Reykjavík. Hún var síðar flutt í Skógarhlíð.
- 1974 - Isabel Perón varð forseti Argentínu eftir lát eiginmanns síns, forsetans Juan Perón.
- 1975 - Kanadísku umhverfisverndarsamtökin Greenpeace Foundation hófu sínar fyrstu aðgerðir gegn sovéskum hvalveiðiskipum. Meðal þátttakenda var Paul Watson.
- 1976 - Seychelleseyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1980 - Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að verða þjóðkjörinn þjóðhöfðingi.
- 1986 - Argentína sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi.
- 1986 - Richard Branson setti heimsmet í siglingu yfir Atlantshafið þegar hann kom til New York eftir þrjá daga, átta tíma og 31 mínútu, á hraðbátnum Atlantic Virgin Challenger II.
- 1988 - Morrison gegn Olson: Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti heimild sérstakra saksóknara til að rannsaka glæpi embættismanna framkvæmdavaldsins.
- 1992 - Mohamed Boudiaf, forseti Alsír, var myrtur af lífverði sínum.
- 1995 - Lisa Clayton lauk við hnattsiglingu sína eftir 10 mánuði. Hún var fyrsta breska konan sem sigldi ein umhverfis jörðina.
- 1995 - Geimskutlan Atlantis tengdist geimstöðinni Mír í fyrsta skipti.
- 1995 - Sampoong-verslunin í Seúl hrundi með þeim afleiðingum að 501 létust og 937 særðust.
- 1996 - Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands.
- 1996 - Tónleikar til stuðnings Prince's Trust voru haldnir í Hyde Park í London. Hljómsveitin The Who kom þar fram í fyrsta sinn frá 1989.
- 2004 - José Manuel Durão Barroso, forsætisráðherra Portúgals, var útnefndur forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- 2006 - Konur fengu kosningarétt í Kúveit.
- 2006 - Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti að fangelsanir í Gvantanamó brytu gegn Genfarsáttmálanum og bandarískum herlögum.
- 2007 - Snjallsími Apple, iPhone, kom á markað í Bandaríkjunum.
- 2007 - Íslenska orkufyrirtækið Geysir Green Energy keypti 28,4% hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
- 2007 - Tvær bílsprengjur fundust í City of Westminster.
- 2007 - Danmörk og Þýskaland undirrituðu samkomulag um byggingu brúar yfir Femernsund.
- 2008 - Spánn sigraði EM 2008 með 1-0 sigri á Þýskalandi.
- 2009 - Vöruflutningalest með gasgeyma fór út af sporinu í Viareggio á Ítalíu. Sprenging sem varð í geymunum olli hruni húsa og 32 dauðsföllum.
- 2010 - Miklar monsúnrigningar ollu flóðum í héraðinu Khyber Pakhtunkhwa í Pakistan. Yfir 1600 fórust.
- 2014 - Íslamska ríkið lýsti yfir stofnun kalífadæmis með Abu Bakr al-Baghdadi sem kalífa.
- 2015 - Sjónvarpsstöðin NBC sagði upp samstarfi sínu við Donald Trump vegna ummæla hans um íbúa Mexíkó.
- 2021 - Fjöldi bólusettra við COVID-19 náði 3 milljörðum á heimsvísu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1397 - Jóhann 2., konungur Aragóníu (d. 1479).
- 1596 - Mizunoo annar Japanskeisari (d. 1680).
- 1609 - Pierre-Paul Riquet, franskur verkfræðingur (d. 1680).
- 1636 - Thomas Hyde, enskur austurlandafræðingur (d. 1703).
- 1801 - Frédéric Bastiat, franskur hagfræðingur (d. 1850).
- 1863 - Stefán Baldvin Stefánsson, í Fagraskógi á Galmaströnd við Eyjafjörð, hreppstjóri og alþingismaður Eyfirðinga (d. 1925).
- 1876 - Stefanía Guðmundsdóttir, íslensk leikkona (d. 1926).
- 1886 - Robert Schuman, franskur stjórnmálamaður (d. 1963).
- 1900 - Antoine de Saint-Exupéry, franskur rithöfundur (d. 1944).
- 1901 - Putte Kock, sænskur íþróttamaður (d. 1979).
- 1907 - Junji Nishikawa, japanskur knattspyrnumaður (d. ?).
- 1925 - Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu.
- 1945 - Chandrika Kumaratunga, forseti Srí Lanka.
- 1946 - Hákon Waage, íslenskur leikari.
- 1947 - Ágúst Guðmundsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1951 - Don Rosa, bandarískur myndasöguhöfundur.
- 1957 - Gurbanguly Berdimuhamedow, forseti Túrkmenistan.
- 1959 - Atsushi Uchiyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Embla Ýr Bárudóttir, íslenskur myndasöguhöfundur.
- 1978 - Håvard Tvedten, norskur handknattleiksmaður.
- 1979 - Tomoyuki Sakai, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Guðmundur Eggert Stephensen, íslenskur borðtenniskappi.
- 1984 - Emil Hallfreðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 2003 - Jude Bellingham, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1252 - Abel Valdimarsson Danakonungur (f. 1218).
- 1259 - Kristófer 1., Danakonungur (f. 1219).
- 1509 - Lafði Margrét Beaufort, móðir Hinriks 7. Englandskonungs (f. 1443).
- 1655 - Björn Jónsson á Skarðsá, höfundur Skarðsárannáls (f. 1574).
- 1852 - Henry Clay, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1777).
- 1875 - Ferdinand 1. Austurríkiskeisari (f. 1793).
- 1895 - Thomas Henry Huxley, enskur líffræðingur (f. 1825).
- 1925 - Christian Michelsen, norskur skipajöfur og sjálfstæðishetja (f. 1857).
- 1939 - Henry Stuart Jones, breskur fornfræðingur (f. 1867).
- 1940 - Paul Klee, svissneskur listmálari (f. 1879).
- 1944 - Eyjólfur Jónsson, íslenskur ljósmyndari (f. 1869).
- 1967 - Jayne Mansfield, bandarísk leikkona og fyrirsæta (f. 1933).
- 1990 - Gísli Ásmundsson, íslenskur þýðandi (f. 1906).
- 2003 - Jóhannes Geir Jónsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1927).
- 2003 - Katharine Hepburn, bandarísk leikkona (f. 1907).
- 2006 - Tadao Onishi, japanskur knattspyrnumaður (f. 1943).
- 2018 - Jónas Kristjánsson, íslenskur ritstjóri (f. 1940).
- 2020 - Carl Reiner, bandarískur leikari (f. 1922).