Expo 2015
Útlit
Expo 2015 var heimssýning sem haldin var í Mílanó á Ítalíu frá 1. maí til 31. október árið 2015. Undirtitill sýningarinnar var Feeding the Planet, Energy for Life og meginþema hennar var matvælaframleiðsla og mataræði. Sýningarsvæðið nær yfir 1,1 km² um 15km norðvestan við Mílanó í sveitarfélögunum Rho og Pero. 145 lönd tóku þátt í sýningunni auk nokkurra alþjóðlegra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Áætlað var að yfir 22 milljónir hefðu heimsótt sýninguna.