2015
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
2015 (MMXV í rómverskum tölum) var 15. ár 21. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- Janúar - Íslenski fjölmiðillinn Stundin stofnaður.
- 1. janúar - Evrasíusambandið varð til þegar samningur gekk í gildi milli Rússlands, Hvíta-Rússlands, Armeníu, Kasakstan og Kirgistan.
- 1. janúar - Litháen tók upp evru í stað fyrri gjaldmiðils, litháísks litas.
- 3.-7. janúar - Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu yfir 2000 manns í Baga í Nígeríu.
- 7. janúar - Skotárásin á Charlie Hebdo: Hryðjuverkamenn réðust á skrifstofur franska skopmyndatímaritsins Charlie Hebdo og myrtu ellefu manns.
- 9. janúar - Franski hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly tók 20 manns í gíslingu í kosher-matvöruverslun í París.
- 10. janúar - Stormurinn Egon gekk yfir Norðvestur-Evrópu.
- 11. janúar - Kolinda Grabar-Kitarović var kjörinn forseti Króatíu.
- 12. janúar - Cristiano Ronaldo hlaut Gullknöttinn annað árið í röð.
- 14. janúar - Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, dró sig í hlé af heilsufarsástæðum.
- 15. janúar - Sviss afnam hámark á gengi svissneska frankans gagnvart evrunni.
- 22. janúar - Borgarastyrjöldin í Jemen: Uppreisnarsveitir húta í Jemen náðu forsetahöllinni á sitt vald. Forseti Jemen, Abd Rabbuh Mansur Hadi, sagði af sér.
- 23. janúar - Salman prins tók við konungdómi í Sádí-Arabíu.
- 31. janúar - Sergio Mattarella var kjörinn forseti Ítalíu.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 4. febrúar - 43 létust þegar TransAsia Airways flug 235 hrapaði í Keelung-á við Taípei.
- 10. febrúar - Malasíski stjórnarandstæðingurinn Anwar Ibrahim var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir saurlífi.
- 11. febrúar - Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem sökk 2012 var dæmdur í 16 ára fangelsi.
- 12. febrúar - Al Thani-málið: Fjórir fyrrum stjórnendur Kaupþings banka voru sakfelldir í Hæstarétti.
- 12. febrúar - Minsksamkomulagið: Rússar, Úkraínumenn, Þjóðverjar og Frakkar komust að samkomulagi um vopnahlé í Austur-Úkraínu.
- 14. febrúar - Skotárásin í Kaupmannahöfn: Byssumaður myrti tvo og var skotinn til bana af lögreglu.
- 15. febrúar - 21 Kopti frá egypska bænum Al-Our við Minya voru hálshöggnir af liðsmönnum Íslamska ríkisins.
- 16. febrúar - Egyptalandsher hóf loftárásir á ISIS í Líbýu í hefndarskyni fyrir morð á kristnum Egyptum.
- 24. febrúar - Byssumaður skaut átta til bana og sjálfan sig síðast á veitingastað í Uherský Brod í Tékklandi.
- 27. febrúar - Rússneski stjórnarandstæðingurinn Boris Nemtsov var myrtur á götu í Moskvu.
- 28. febrúar - Eldgosinu í Holuhrauni lauk.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 5.-8. mars - Liðsmenn Íslamska ríkisins eyðilögðu hinar fornu borgir Nimrud, Hatra og Dur-Sharrukin í Írak.
- 6. mars - Geimfarið Dawn komst á braut um dvergreikistjörnuna Ceres. Þetta var í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem geimfar komst á braut um dvergreikistjörnu.
- 9. mars - Frönsku íþróttamennirnir Camille Muffat, Florence Arthaud og Alexis Vastine, fórust í þyrluslysi við upptökur á þættinum Dropped í Argentínu.
- 12. mars - Nígeríski hryðjuverkahópurinn Boko Haram tilkynnti að þeir hefðu sameinast Íslamska ríkinu.
- 13. mars - Sádíhneykslið: Vopnaframleiðslusamstarfi Svía og Sádí-Araba lauk formlega.
- 15. mars - 14 létust og 70 særðust í árásum á kristnar kirkjur í Pakistan.
- 20. mars - Almyrkvi á sólu gekk yfir Atlantshaf, Færeyjar, Svalbarða og Norðurslóðir og sást mjög vel á Íslandi.
- 20. mars - 142 létust í tveimur sjálfsmorðsárásum á moskur í Sanaa, höfuðborg Jemen.
- 21. mars - Forseti Jemen, Abd Rabu Mansur Hadi, lýsti Aden höfuðborg ríkisins.
- 24. mars - 150 manns létust þegar Airbus A320-211-farþegaþota Germanwings brotlenti í frönsku Ölpunum.
- 25. mars - Sádí-Arabía hóf loftárásir á uppreisnarsveitir í Jemen.
- 26. mars - Íslenska brjóstabyltingin hófst á því að þrjár íslenskar konur hvöttu kynsystur sínar til að mæta í Laugardalslaug berar að ofan.
- 31. mars - Muhammadu Buhari varð forseti Nígeríu.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - 148 voru myrtir af hryðjuverkamönnum Al-Shabab í háskólanum Garissa University College í Kenýa.
- 13. apríl - Tékkneski aðgerðasinninn Vít Jedlička lýsti yfir sjálfstæði Líberlands.
- 15. apríl - Nokia eignaðist franska símtæknifyrirtækið Alcatel-Lucent.
- 17. apríl - Úkraína óskaði eftir því að Alþjóðadómstóllinn í Haag fjallaði um stríðsglæpi aðskilnaðarsinna á Krímskaga.
- 18. apríl - Hópar fólks réðust gegn erlendu verkafólki í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.
- 25. apríl - Jarðskjálfti gekk yfir Nepal og olli alls 9.018 dauðsföllum í Nepal, Indlandi, Kína og Bangladess.
- 29. apríl - Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tilkynnti að rauðum hundum hefði verið útrýmt í Ameríku.
- 30. apríl - Könnunarfarið MESSENGER rakst á plánetuna Merkúr eftir að hafa verið á braut um hana frá 2011.
- 30. apríl - Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, lýsti því yfir að landið ætti að taka aftur upp dauðarefsingu og reisa fangabúðir fyrir ólöglega innflytjendur.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Heimssýningin Expo 2015 hófst í Mílanó.
- 11.-12. maí - Málverkið Les Femmes d'Alger eftir Pablo Picasso seldist á 179,3 milljónir dala á uppboði hjá Christie's í New York. Við sama tækifæri seldist höggmyndin L'Homme au doigt eftir Alberto Giacometti fyrir 141,3 milljónir. Í báðum tilvikum var um metfé að ræða.
- 12. maí - Annar jarðskjálfti reið yfir Nepal með þeim afleiðingum að 218 létust.
- 20. maí - Ríki aðskilnaðarsinna í Úkraínu, Donetsklýðveldið og Luhansklýðveldið, ákváðu að hætta við stofnun sambandsríkisins Novorossija.
- 23. maí - Írar kusu að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
- 23. maí - Måns Zelmerlöw sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2015 fyrir Svíþjóð með laginu „Heroes“.
- 23. maí - Írar samþykktu að heimila hjónabönd samkynhneigðra í atkvæðagreiðslu.
- 26. maí - Yfir 2000 manns fórust í hitabylgju á Indlandi þar sem hitinn fór upp í 50 gráður.
- 29. maí - Fjárkúgunarmálið: Tvær systur voru handteknar í Hafnarfirði vegna tilraunar til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.
- 31. maí - Ný rússnesk lög gengu í gildi sem heimiluðu stjórn landsins að reka burt erlend og alþjóðleg samtök sem ekki falla henni í geð.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Smáþjóðaleikarnir voru settir í Reykjavík.
- 1. júní - Allir nema 14 af 465 farþegum ferjunnar Dongfang zhi Xing fórust þegar hún sökk á Jangtsefljóti.
- 2. júní - Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins Sepp Blatter tilkynnti að hann hygðist segja af sér.
- 6. júní - Indland og Bangladess fullgiltu samkomulag frá 1974 um að skiptast á útlendum við landamærin.
- 12. júní - Evrópuleikarnir voru settir í fyrsta sinn í Bakú í Aserbaídsjan.
- 17. júní - Bandaríski stjórnmálamaðurinn Clementa C. Pinckney var myrtur ásamt átta öðrum í skotárás á kirkju í Charleston.
- 25. júní - Blóðbaðið í Kobanî: Yfir 220 manns létust þegar ISIL-liðar sprengdu þrjár bílasprengjur í bænum Kobanî í Sýrlandi.
- 26. júní - Moskusprengingin í Kúveit: 27 létust og 227 særðust í sprengjuárás ISIL á mosku í Kúveitborg.
- 26. júní - Árásirnar í Susa: 22 ára gamall liðsmaður ISIL hóf skothríð á ferðamannastaðnum Port El Kantaoui í Túnis og drap 38 manns.
- 26. júní - Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að bandarísku fylkin gætu ekki bannað hjónabönd samkynhneigðra.
- 29. júní - Sjónvarpsstöðin NBC sagði upp samstarfi sínu við Donald Trump vegna ummæla hans um íbúa Mexíkó.
- 30. júní - Lockheed C-130 Hercules-herflutningavél hrapaði á íbúðahverfi í Medan á Súmötru með þeim afleiðingum að 143 létust.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Skuldakreppan í Grikklandi: Grikkland varð fyrsta iðnríkið sem ekki náði að greiða af skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn á gjalddaga.
- 4. júlí - Tupou 4. var krýndur konungur Tonga.
- 5. júlí - Grískir kjósendur felldu tillögur Evrópusambandsins um aðhald í ríkisrekstri í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 10. júlí - Íþróttafélagið Magni var stofnað á Grenivík.
- 13. júlí - Ungverjar hófu að reisa 4 metra háa og 170 km langa girðingu við landamærin að Serbíu til að hindra för flóttafólks.
- 14. júlí - Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó og varð þannig fyrsta geimfarið til að komast í námunda við dvergreikistjörnuna.
- 14. júlí - Samningar náðust um kjarnorkuáætlun Írans sem fólu í sér takmarkanir á auðgun úrans.
- 17. júlí - Miklir skógareldar hófust í nágrenni Aþenu á Grikklandi vegna hitabylgju.
- 18. júlí - 115 létust þegar sprengja sprakk á markaði í Bagdad. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 20. júlí - Bandaríkin og Kúba endurreistu stjórnmálasamband og bundu enda á 54 ára illdeilur sín á milli.
- 20. júlí - Sprengjutilræðið í Suruç: 33 létu lífið í sprengjutilræði í Suruç í Tyrklandi.
- 23. júlí - NASA sagði frá uppgötvun plánetunnar Kepler-452 b sem er líkust jörðinni af þeim plánetum sem þekktar eru.
- 24. júlí - Tyrkland hóf sprengjuárásir á Verkamannaflokk Kúrda og Íslamska ríkið.
- 25. júlí - Heimsleikar seinfærra og þroskaheftra hófust í Los Angeles.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 2. ágúst - 9000 slökkviliðsmenn voru kallaðir út til að berjast við skógarelda í Kaliforníu.
- 5. ágúst - Brak úr Malaysian Airlines flugi 370 fannst við eyjuna Réunion.
- 6. ágúst - Súesskurðurinn var tvöfaldaður á 35 km kafla sem stytti siglingatímann umtalsvert.
- 6. ágúst - Andrzej Duda tók við embætti forseta Póllands.
- 8. ágúst - Sigrún Þuríður Geirsdóttir - fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermarsundið
- 12. ágúst - Sprengingarnar í Tianjin: Sprengingar urðu í efnageymslu í Tianjin í Austur-Kína. 173 létu lífið.
- 13. ágúst - 67 létust þegar bílasprengja sprakk á markaði í Bagdad í Írak.
- 17. ágúst - 20 létust og 124 særðust þegar sprengja sprakk í Erawan-helgidómnum í Bangkok í Taílandi.
- 20. ágúst - Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands sagði af sér og boðaði kosningar í september.
- 27. ágúst - 70 flóttamenn fundust látnir í flutningabíl á vegi á landamærum Slóvakíu og Austurríkis.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 9. september - Elísabet 2. Bretlandsdrottning náði þeim áfanga að verða sá þjóðhöfðingi Bretlands sem lengst hefur setið.
- 10. september - Vísindamenn sögðu frá uppgötvun áður óþekktrar manntegundar, Homo naledi, í Suður-Afríku.
- 14. september - Vísindamönnum í bandarísku rannsóknarstofnuninni LIGO tókst í fyrsta sinn að greina þyngdarbylgjur.
- 17. september - Milljón manns yfirgáfu heimili sín þegar öflugur jarðskjálfti varð í Chile.
- 18. september - Upp komst um aðferðir bílaframleiðandans Volkswagen til að blekkja mengunarpróf díselbíla.
- 20. september - Flokkurinn SYRIZA hélt meirihluta sínum eftir þingkosningar í Grikklandi.
- 24. september - 2.200 manns létust í troðningi í Mekka í Sádí-Arabíu.
- 24. september - Öngþveiti myndaðist á landamærum Serbíu og Krótaíu þegar Serbar lokuðu fyrir alla vöruflutninga frá Króatíu.
- 25. september - Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
- 28. september - Geimferðastofnun Bandaríkjanna tilkynnti að fljótandi vatn hefði fundist á yfirborði Mars.
- 28. september - Sérstakur tunglmyrkvi, kallaður blóðmáni, sást víða.
- 30. september - Rússar hófu loftárásir á Íslamska ríkið og stjórnarandstæðinga í Sýrlandi.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 3. október - Bandaríkjaher varpaði sprengjum á spítala Lækna án landamæra í Afganistan með þeim afleiðingum að 20 létust.
- 4. október - 14 létust þegar stormur gekk yfir Frönsku rivíeruna.
- 10. október - 100 létust í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var á friðargöngu í Ankara í Tyrklandi.
- 19. október - Frjálslyndir undir forystu Justin Trudeau sigruðu þingkosningar í Kanada.
- 23. október - Fellibylurinn Patricia varð öflugasti fellibylur sem mælst hafði á vesturhveli jarðar. 50 þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum í Mexíkó.
- 23. október - 43 farþegar létust þegar rúta lenti í árekstri við flutningabíl við Puisseguin í Frakklandi.
- 24. október - Þúsundum mótmælenda sem kröfðust afsagnar Milo Đukanovićs lenti saman við lögreglu í Podgorica í Svartfjallalandi.
- 26. október - 398 létust þegar jarðskjálfti reið yfir Hindu Kush-fjallgarðinn.
- 31. október - 314 létust þegar rússneska farþegavélin Metrojet flug 9268 hrapaði á Sínaískaga í Egyptalandi.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 7. nóvember - Xi Jinping, forseti Alþýðulýðveldisins Kína, og Ma Ying-jeou, forseti Lýðveldisins Kína, áttu fyrsta formlega leiðtogafundinn í sögu ríkjanna.
- 9. nóvember - Katalónska þingið samþykkti að stefna að sjálfstæði héraðsins. Ríkisstjórn Spánar kærði samþykktina til hæstaréttar.
- 12. nóvember - 43 létust og 239 slösuðust í röð sjálfsmorðssprengjuárása í Beirút í Líbanon. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 13. nóvember - Hryðjuverkaárásirnar í París nóvember 2015: 130 létust og hundruð særðust í hrinu hryðjuverkaárása sem Íslamska ríkið stóð fyrir í París og Saint-Denis.
- 20. nóvember - Hryðjuverkamenn gerðu árás á Radisson Blu-hótelið í Bamakó í Malí og tóku 170 manns í gíslingu.
- 24. nóvember - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Tyrkir skutu niður rússneska herþotu.
- 30. nóvember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015 hófst í París, Frakklandi.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. desember - 16 létust þegar maður henti sprengju inn á veitingastað í Kaíró í Egyptalandi.
- 8. desember - Fagnaðarhátíð miskunnar var sett af Frans páfa.
- 12. desember - Parísarsamkomulagið var samþykkt á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París.
- 12. desember - Konur fengu í fyrsta sinn að kjósa í þingkosningum í Sádí-Arabíu.
- 15. desember - Hernaðarbandalag íslamskra ríkja gegn hryðjuverkum var stofnað.
- 19. desember - Tíu hús eyðilögðust og einn lést þegar snjóflóð reið yfir Longyearbyen á Svalbarða.
- 20. desember - Yfir 100 kúrdískir hermenn létust í árásum Tyrklandshers á landamærum Sýrlands og Íraks.
- 22. desember - Bandaríska geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst að lenda eldflaug af gerðinni Falcon 9 sem þar með varð fyrsta endurnýtanlega eldflaugin sem farið hafði á braut um jörðu og lent.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna átti að hafa verið náð fyrir þetta ár.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Ulrich Beck, sænskur félagsfræðingur (f. 1944).
- 20. janúar - Edgar Froese, þýskur tónlistarmaður, stofnandi hljómsveitarinnar Tangerine Dream. (f. 1944).
- 23. janúar - Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud, konungur Sádí-Arabíu (f. 1924).
- 29. janúar - Colleen McCullough, ástralskur rithöfundur (f. 1937).
- 31. janúar - Richard von Weizsäcker, þýskur stjórnmálamaður (f. 1920).
- 27. febrúar - Leonard Nimoy, bandariskur leikari (f. 1931).
- 27. febrúar - Boris Nemtsov, rússneskur vísindamaður og stjórnmálamaður (f. 1959).
- 9. mars - Florence Arthaud, frönsk siglingakona (f. 1957).
- 11. mars - Walter Burkert, þýskur fornfræðingur (f. 1931).
- 12. mars - Terry Pratchett, enskur ævintýrarithöfundur (f. 1948).
- 23. mars - Lee Kuan Yew, singapúrskur stjórnmálamaður (f. 1923).
- 26. mars - Tomas Tranströmer, sænskt skáld (f. 1931).
- 27. mars - Olga Syahputra, indónesískur leikari (f. 1983).
- 4. apríl - Klaus Rifbjerg, danskur rithöfundur (f. 1931).
- 13. apríl - Günter Grass, þýskur rithöfundur (f. 1927).
- 14. apríl - Percy Sledge, bandarískur tónlistarmaður (f. 1940).
- 22. apríl - Páll Skúlason, íslenskur heimspekingur (f. 1945).
- 28. apríl - Einar Þorsteinn Ásgeirsson, íslenskur arkitekt (f. 1942).
- 6. maí - Jim Wright, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1922).
- 18. maí - Halldór Ásgrímsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1947).
- 23. maí - John Forbes Nash, bandarískur stærðfræðingur (f. 1928).
- 27. maí - Michael Martin, bandarískur heimspekingur (f. 1932).
- 7. júní - Christopher Lee, enskur leikari (f. 1922).
- 26. júní - Pétur Blöndal, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1944).
- 13. júlí - Martin West, enskur fornfræðingur (f. 1937).
- 7. ágúst - Sólveig Anspach, íslensk-franskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1960).
- 12. ágúst - Jaakko Hintikka, finnskur rökfræðingur (f. 1929).
- 16. ágúst - Jón Páll Bjarnason, íslenskur gítarleikari (f. 1938).
- 5. október - Henning Mankell, sænskur rithöfundur (f. 1948).
- 23. október - Guðbjartur Hannesson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1950).
- 1. nóvember - Fred Thompson, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1942).
- 1. nóvember - Árni Steinar Jóhannsson, íslenskur garðyrkjufræðingur og stjórnmálamaður (f. 1953).
- 10. nóvember - Helmut Schmidt, þýskur stjórnmálamaður (f. 1918).
- 6. desember - Franzl Lang, þýskur söngvari (f. 1930).
- 13. desember - Benedict Anderson, bandarískur stjórnmálafræðingur (f. 1936).
- 28. desember - Lemmy Kilmister, söngvari og bassaleikari ensku þungarokkssveitarinnar Motörhead (f. 1945).
Nóbelsverðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- Eðlisfræði: Takaaki Kajita og Arthur B. McDonald.
- Læknisfræði: William C. Campbell, Satoshi Ōmura og Youyou Tu.
- Efnafræði: Tomas Lindahl, Paul Modrich og Aziz Sancar.
- Bókmenntir: Svetlana Aleksíevítsj.
- Friðarverðlaun: Túniski þjóðarsamræðukvartettinn.
- Hagfræði: Angus Deaton.