Fara í innihald

Salisbury

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í Salisbury

Salisbury (borið fram [/ˈsɔːlzbri/] eða [/ˈsɒlzbri/], á staðum [ˈzɔːwzbri]) er borg í Wiltshire í Suður-Englandi. Borgin liggur á suðvesturhluta sýslunnar, við Salisbury Plain, og á samrennsli fimm áa: Nadder, Ebble, Wylye og Bourne, sem eru allar þverár árinnar Avon. Þaðan rennur Avon suður til strandar og út í sjóinn við Christchurch í Dorset. Borgin er stundum nefnd New Sarum sem aðgreining frá Old Sarum, þar sem byggt var upphaflega. Íbúar eru u.þ.b. 50.000 manns.

Nútímaborgin var stofnuð árið 1220; hún var kölluð Sorviodunum af Rómverjum. Við komu Saxa varð borgin kölluð Searesbyrig. Frá og með 1086 hafði heitið breyst í Salesberie. Fyrsta dómkirkjan í Salisbury var byggð á milli 1075 og 1092. Árið 1120 var stærra bygging byggð á þeim sama stað. Síðar var dómkirkjan flutt.

Salisbury liggur í dal og berggrunnurinn er aðallega úr kalki. Þegar vetrar eiga árnar til að flæða yfir vegna staðsetningar borgarinnar á láglendi.